Quantcast
Channel: Súpur og grautar – Ljúfmeti og lekkerheit
Viewing all 35 articles
Browse latest View live

Mögulega besta tómatsúpa í heimi!

$
0
0

Mögulega besta tómatsúpa í heimi!Ég gæti vel lifað á súpum og ber þær á borð hér í hverri viku. Bæði þykir mér gaman að elda þær sem og mér þykir eitthvað notalegt við að setjast niður með heita súpu og gott brauð þegar það er kallt úti. Þess að auki eru þær ódýr og fljótgerður matur sem upplagt er að frysta í einstaklingsskömmtum til að eiga í nesti.

Mögulega besta tómatsúpa í heimi!Mögulega besta tómatsúpa í heimi!

Þessi tómatsúpa er sú langbesta sem ég hef smakkað. Hráefnið er oftast til í skápnum og ég get haft hana á borðinu korteri eftir að ég kem heim. Ódýr og barnvæn máltíð sem hittir í mark hjá öllum aldurshópum.

Mögulega besta tómatsúpa í heimi!

Tómatsúpa með pasta (uppskrift fyrir 3-4)

  • 2 dl ósoðið pasta
  • 1 dós Hunt´s hakkaðir tómatar með basiliku, hvítlauk og oreganó (411 g)
  • 1 ½ dl vatn
  •  ½ laukur, hakkaður
  • 1 hvítlauksrif, pressað
  • 1 dós 18% sýrður rjómi (180 g)
  • 1 grænmetisteningur
  • 1 ½ tsk þurrkuð basilika
  • 1 tsk sykur
  • salt og pipar

Sjóðið pastað í vel söltu vatni (verið óhrædd við að nánast missa saltstaukinn í vatnið) og skolið síðan í köldu vatni.

Hakkið og steikið laukinn við vægan hita þar til hann er orðinn mjúkur en ekki farin að brúnast. Bætið öllum öðrum hráefnum fyrir utan pastað saman við og látið sjóða í 10 mínútur. Smakkið til og bætið pastanu í súpuna. Berið fram með ferskrifnum parmesan og góðu brauði.

Mögulega besta tómatsúpa í heimi!

Allt hráefni í þessa uppskrift fæst í

HAGKAUP

 



Þykk og góð mexíkósk kjúklingasúpa

$
0
0

Mexíkósk kjúklingasúpaVið tókum okkur smá frí frá hversdagsleikanum þegar keyrðum norður á Akureyri síðasta miðvikudag og dvöldum norðan heiða það sem eftir var af vikunni. Við komum heim aðfaranótt mánudags, eftir 9 klukkustunda akstur sem endaði í bílalest yfir Laxárdalsheiði og Heydal í óveðri. Það ævintýri náði þó ekki að skyggja á yndislega ferð og þó að allir hafi verið orðnir vel þreyttir þegar við komumst heim klukkan hálf fjögur um nóttina vorum við endurnærð. Fyrir norðan náðum við að skíða bæði á Dalvík og í Hlíðarfjalli, fara þrisvar sinnum út að borða, í sund, á kaffihús, spila… já, gera allt það sem tilheyrir svona fríum og gerir lífið svo skemmtilegt.

Mexíkósk kjúklingasúpa

Eins yndislegt og það er að fara í frí þá mun ég þó seint vanmeta hversdagsleikann. Hann hefur sko sinn sjarma. Mér þykir ósköp notalegt að dunda mér í eldhúsinu þegar veðrið lætur svona illa og finnst þá sérlega viðeigandi að bjóða upp á heita, matarmikila súpu.  Þessi súpa er matarmikil, þykk og dásamleg. Ég ber hana fram með rifnum osti, sýrðum rjóma, fersku kóriander, avókadó, lime og nachos. Síðan setur hver og einn það í sína súpu sem hann hefur smekk fyrir (ég tek þetta alla leið, húrra öllu ofan í og kreysti lime yfir). Súpergott!

Mexíkósk kjúklingasúpa

Mexíkósk kjúklingasúpa (uppskrift fyrir 5)

  • 500 g kjúklingalundir (ég nota frá Rose Poultry og set jafnvel allan pokann, 700 g)
  • 1 skarlottulaukur
  • 1 rauð paprika
  • 1 líter vatn
  • 1 dós Hunt´s Diced Roasted Garlic (sjá mynd neðst)
  • 2 kjúklingateningar
  • ½ – 1 tsk chili
  • ½ – 1 tsk cumin
  • 1½ tsk paprikukrydd
  • 4 msk tómatpúrra
  • 1 dós philadelphia rjómaostur með sweet chili
  • 1 dl rjómi

Hakkið skarlottulauk og papriku og steikið við vægan hita þar til mjúkt. Takið af pönnunni og leggið til hliðar. Skerið kjúklingalundirnar í bita og steikið í nokkrar mínútur (þarf ekki að fullelda á þessu stigi). Setjið skarlottulauk, papriku, kjúklingalundir, vatn, tómata, kjúklingateninga, chili, cumin, paprikukrydd og tómatpúrru í pott og látið suðuna koma upp. Lækkið hitann og látið sjóða við vægan hita í 15 mínútur. Bætið rjómaostinum og rjómanum út í og sjóðið áfram í 5 mínútur.

Mexíkósk kjúklingasúpa

Allt hráefni í þessa uppskrift fæst í

HAGKAUP


Gúllassúpa með nautahakki

$
0
0

Gúllassúpa með nautahakkiÉg veit að ég hef verið súpuglöð upp á síðkastið og gefið hér hverja súpuuppskriftina á fætur annarri en ég ræð ekki við mig. Þetta er sá árstími sem ég gæti lifað á súpum og brauði. Um daginn gerði ég tvo fulla súpupotta sem ég frysti og hef verið að gæða mér á nánast daglega síðan. Súpur hljóta að vera notalegasti matur sem til er í vetrarkuldanum!

Þessi gúllassúpa er sérlega ljúffeng og upplagt að frysta hana til að eiga þegar enginn nennir að elda eða allir koma seint heim. Ég borða hana ýmist með góðu brauði eða nachos og þykir bæði betra. Sýrður rjómi fer yfirleitt í súpuskálarnar mínar en auðvitað má sleppa honum. Eins má leika sér með hráefnið, skipta kartöflum út fyrir gulrætur eða sætar kartöflur, nautahakkinu fyrir gúllasbita… það eru engar reglur, bara að dekra við súpuna og hún verður dásamleg.

Gúllassúpa með nautahakki

Gúllassúpa með nautahakki (uppskrift fyrir 5-6)

  • 500 g nautahakk
  • 3 msk tómatpúrra
  • salt og pipar
  • 1 hvítlauksrif
  • 1 rauð paprika
  • smjör
  • 1 laukur
  • 2 dósir Hunt´s niðursoðnir hakkaðir tómatar, samtals 800 g (mér þykir gott að blanda Roasted Garlic og Basil, Garlic & Oregano)
  • 7 litlar kartöflur, skornar í bita
  • 1/2 tsk tabasco
  • 8 dl vatn
  • 3 nautateningar
  • 2 msk soja
  • 2 tsk paprikukrydd

Steikið nautahakk á pönnu. Kryddið með salti og pipar og hrærið tómatpúrru saman við. Leggið til hliðar.

Hakkið papriku og lauk. Bræðið smjör á pönnu og bætið prpriku, lauk og hvítlauk á pönnuna. Látið mýkjast við vægan hita.

Setjið allt í pott og látið sjóða saman í 15-20 mínútur. Berið fram með sýrðum rjóma og góðu brauði.

Gúllassúpa með nautahakkiGúllassúpa með nautahakkiGúllassúpa með nautahakki

Allt hráefni í þessa uppskrift fæst í

HAGKAUP


Tómatsúpan á Nordstrom café

$
0
0

Tómatsúpa

Sagan segir að tómatsúpan sem fæst á kaffihúsum Nordstrom verslana í Bandaríkjunum sé stórkostlega góð. Mér hefur aldrei dottið í hug að fara á kaffihúsið þegar ég hef verið í Nordstrom, það eru svo margir aðrir matsölustaðir í Bandaríkjunum sem mér þykja meira lokkandi. En kannski hef ég verið að missa af einhverju stórkostlegu?

Tómatsúpa

Nordstrom hefur gefið út matreiðslubækur og í einni þeirra leynist uppskriftin af tómatsúpunni vinsælu. Krakkarnir hættu ekki að dásama hana þegar ég prófaði uppskriftina hér heima. Grilluð ostasamloka færi vel með en hér var boðið upp á nýbakað New York Times-brauð með osti. Krakkarnir voru í skýjunum! Einfaldur,  barnvænn, ódýr og góður hversdagsmatur.

Tómatsúpa

  • ⅓ bolli ólívuolía
  • 4 stórar gulrætur, afhýddar og skornar í teninga
  • 1 stór laukur, sneiddur
  • 1 msk þurrkuð basilika
  • 3 dósir heilir tómatar
  • 1 líter vatn
  • 2 kjúklingateningar
  • ½ líter rjómi
  • salt og pipar
Hitið ólívuolíuna yfir miðlungshita í rúmgóðum potti. Setjið gulrætur og lauk í pottinn og eldið þar til byrjar að mýkjast, um 10 mínútur, bætið þá basiliku saman við og eldið þar til grænmetið er orðið alveg mjúkt, eða um 5 mínútur til viðbótar. Bætið tómatdósunum, vatni og kjúklingateningum í pottinn og látið sjóða við vægan hita í 20-30 mínútur, eða upp til 45 mínútur ef þú hefur tíma. Setjið súpuna því næst í matvinnsluvél eða setjið töfrasprota í pottinn og maukið súpuna. Bætið rjómanum saman við og hitið aftur. Smakkið til með salti og pipar.
Allt hráefni í þessa uppskrift fæst í
HAGKAUP

Puy linsurósmarín og hvítlaukssúpa

$
0
0

Það er alveg hreint dásamlegur súpubar í Borgartúninu og þar sem ég vinn í sama húsnæði hef ég ósjaldan skotist þangað í hádeginu. Uppáhalds súpan mín er bara í boði á mánudögum en á þriðjudögum fæst stórgóð frönsk linsubaunasúpa sem mér heyrist vera í uppáhaldi hjá flestum.

Ebba Guðný, heilsugúrú og snillingur, gaf í þætti sínum Eldað með Ebbu uppskrift af linsubaunasúpu sem ég lét loksins verða af að elda um daginn, en franska linsubaunasúpan frá Súpubarnum var einmitt fyrirmynd þeirrar uppskriftar. Súpan er dásamlega góð! Ég bætti smá sellerý og cayenne pipar út í súpuna en því má auðvitað sleppa. Súpuna setti ég síðan í 4 box og átti nesti út vikuna. Stórkostlega gott!

Puy linsurósmarín og hvítlaukssúpa (uppskrift frá Ebbu Guðnýju)

1 stór blaðlaukur eða 2 litlir
1 1/2 dl grænar/brúnar/puy linsur
6-8 hvítlauksrif, pressuð
1 1/2 tsk. Himalaya- eða sjávarsalt
2 msk. lífrænn gerlaus grænmetiskraftur
1 krukka maukaðir tómatar
500 ml vatn
3-4 greinar ferskt rósmarín
1 1/2 msk. timjan (þurrkað)
4-6 gulrætur (ferð eftir stærð – 4 stórar eða 6 fremur litlar)
250 ml rjómi (1 peli)
1 stiki af sellerý
smá cayenne pipar
Graslaukur til að skreyta með í lokin og bragðbæta (má sleppa)

Skerið blaðlauk, sellerý og gulrætur smátt. Hitið smá vatn í botni á rúmgóðum potti og steikið grænmetið. Bætið hvítlauk saman við og síðan hráefnunum hverju á fætur öðru. Látið sjóða þar til baunirnar eru orðnar mjúkar (ég lét súpuna sjóða við vægan hita í um 30 mínútur). Berið fram með góðu brauði.

Allt hráefni í þessa uppskrift fæst í


Blómkálssúpa með sveppaosti og sweet chili

$
0
0

Eins og lofað var kemur hér fyrsta græna þriðjudagsfærsla mánaðarins, dásamleg blómkálssúpa. Uppskriftina fékk ég hjá vinnufélaga sem hafði tekið súpuna með sér í nesti og áður en hún vissi af var ég komin með skeið ofan í diskinn hennar til að smakka. Súpan leit bara svo vel út að ég réði ekki við mig! Eflaust til að fyrirbyggja að atvikið endurtæki sig sendi hún mér uppskriftina og ég bauð upp á hana í kvöldmat hér heima í kjölfarið. Súpan er æðisleg og passar vel að bera hana fram með góðu brauði, t.d. New York times brauðinu góða eða Gló brauðinu sívinsæla. Þeir sem vilja ekki blómkálsbita í súpunni mauka hana bara með töfrasprota.

Blómkálssúpa með sveppaosti og sweet chili (uppskrift fyrir 4)

  • 7 ½ dl vatn
  • 1 grænmetisteningur
  • 1/3 – ½ dós sveppasmurostur
  • 400 – 500 g blómkál
  • 1 msk sweet chili sósa
  • nokkrir dropar hunang
  • ½ – 1 tsk balsamik edik
  • salt og pipar

Hitið saman vatn og grænmetistening í rúmgóðum potti. Skolið blómkálið og brytjið það niður. Hrærið smurostinum saman við soðið. Bætið blómkálinu út í og sjóðið þar til það er orðið meyrt. Bætið sweet chili sósu , hunangi og balsamik ediki út í og hrærið. Smakkið til með salti og pipar.

Allt hráefni í þessa uppskrift fæst í


Gúllassúpa með nautahakki

$
0
0

Mér þykja sum haust- og vetrarkvöld hreinlega kalla á góðar súpur og nýbakað brauð. Súpur eru svo þægilegur matur. Það er hægt að undirbúa þær deginum áður og þær verða margar bara betri eftir að hafa fengið að standa yfir nóttuna. Síðan er gott að frysta þær til að eiga í nesti eða til að grípa í ef það eru fáir í mat. Eftir til dæmis útiveru í köldu haustlofti eða vetrarkvöld í Bláfjöllum er ólýsanlega gott að koma heim og geta hitað upp súpu og brauð. Ég á alltaf frosin snittubrauð til að geta gripið í á slíkum stundum. Gahhh, það gerist varla betra!

Gúllassúpa (uppskrift fyrir 5 manns)

  • 1 laukur
  • 1 hvítlauksrif, pressað
  • 500 g nautahakk
  • 3 msk tómatpuré
  • 1 líter vatn
  • 7-8 litlar kartöflur
  • 1 nautateningur
  • 2 grænmetisteningar
  • 2 msk sojasósa
  • 2 dósir hakkaðir tómatar (2 x 400 g)
  • 1,5 msk paprikukrydd
  • 1/2 – 1 msk sambal oelek
  • 1-2 msk tómatsósa
  • salt og pipar

Bræðið smjör í rúmgóðum potti og steikið hakkaðan lauk og hvítlauk þar til mjúkt. Bætið nautahakkinu á pönnuna og steikið þar til fulleldað. Hrærið tómatpuré saman við og steikið áfram í eina mínútu. Setjið vatn, teninga, sojasósu, hakkaða tómata og paprikukrydd saman við. Látið sjóða saman í smá stund. Afhýðið kartöflurnar og skerið í teninga. Bætið þeim í pottinn og látið sjóða áfram í 15 mínútur. Smakið til með samal oelek, tómatsósu, salti og pipar.

Berið fram með sýrðum rjóma og góðu brauði.

 

Allt hráefni í þessa uppskrift fæst í

 

SaveSave

SaveSave

SaveSave

Linsubaunasúpa

$
0
0

Eftir veisluhöld desembermánaðar og notalega byrjun á árinu er kannski kominn tími á aðeins hollari matarvenjur. Ég er vön að borða ágætlega yfir daginn og er oftast með nesti með mér í vinnunni. Það hentar mér best, bæði virðist ég ekki fá leið á að borða það sama dag eftir dag og síðan þykir mér þægilegt að þurfa ekki að fara út í hádeginu að kaupa mér mat. Sparar bæði tíma og pening.

Nestið mitt er sjaldan eitthvað til að hrópa húrra fyrir og samanstendur oftast af grænum safa og kaffi um morguninn og bollasúpu og hrökkbrauði í hádeginu. Það koma þó stundir sem ég elda fullan pott af súpu eða geri stórt eldfast mót með grænmetisfylltri eggjaköku, sem ég set í nestisbox og frysti. Ég hef stundum gert þessa frönsku linsubaunasúpu (hún er mjög góð!) en prófaði nýja uppskrift fyrir nokkru sem ég skildi eftir á hellunni á meðan ég skaust aðeins frá og þegar ég kom aftur heim þá var hún orðin að hálfgerðum pottrétti. Það kom þó ekki að sök, súpan er bæði matarmikil og fullkomin í nestisboxið.

Linsubaunasúpa

  • 2 tsk ólívuolía til að steikja í
  • 1 stór laukur, hakkaður
  • 1 dl gulrætur, hakkaðar
  • 1 dl sellerí, hakkað
  • 2 tsk salt
  • 3 dl linsubaunir
  • 1 dós hakkaðir tómatar
  • 7 – 8 dl vatn
  • 1 – 2 teningar grænmetiskraftur
  • 1 stórt handfylli ferskt kóriander
  • 1/2 tsk cumin (ath ekki sama og kúmen)
  • 1/2 tsk svartur pipar

Léttsteikið grænmetið í rúmgóðum potti. Bætið tómötum og kryddum saman við og steikið aðeins saman. Bætið vatni, grænmetiskrafti og linsubaunum í pottinn og látið sjóða þar til linsubaunirnar eru orðnar mjúkar. Smakkið til!.

Allt hráefni í þessa uppskrift fæst í

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave


Notaleg kjúklingasúpa með chilli

$
0
0

Ég hef eflaust oft skrifað um hversu hrifin ég er af súpum og þegar það er svona kuldalegt úti þykir mér eitthvað sérlega notalegt við að hafa heita súpu og brauð í matinn. Þær virðast alltaf vera viðeigandi, sama hvort um er að ræða fyrir saumaklúbbinn, matarboð eða kvöldmat með krökkunum. Það er alltaf hægt að bjóða upp á súpu og þær verða bara betri ef þær eru gerðar með fyrirvara.

Þessi kjúklingasúpa vakti mikla lukku hjá krökkunum og þau dásömuðu hana við hverja skeið. Dásemd í skál!

Kjúklingasúpa

  • 1 msk ólívuolía
  • 1 rauð paprika
  • 3 úrbeinuð kjúklingalæri
  • smá salt og pipar (6 hringir á piparkvörninni er passlegt)
  • 2 msk ólívuolía
  • 1/4 laukur
  • 1/3 rautt chilli (sleppið fræjunum ef þið viljið hafa súpuna milda)
  • 1 hvítlauksrif
  • 1/2 dós (200 g) hakkaðir tómatar
  • 5 dl vatn
  • 1 kjúklingateningur
  • 1 grænmetisteningur
  • 6 hringir á piparkvörninni
  • smá salt
  • 1-2 tsk paprikukrydd
  • 2 msk limesafi
  • 2 handfylli fersk basilika
  • 2 handfylli spínat

Hitið ofn í 200° og smyrjið lítið eldfast mót með ólífuolíu. Skerið paprikuna í tvennt og takið kjarnann úr. Leggið paprikuna með hýðið upp (sárið niður) í eldfasta mótið. Saltið og piprið kjúklinginn og leggið í mótið með paprikunni. Setjið í ofninn í um 25 mínútur. Látið kólna örlítið og takið svo hýðið af paprikunni. Skerið paprikuna og kjúklinginn í strimla og leggið til hliðar.

Skerið laukinn í bita og fínhakkið chillíið. Hitið olíu í potti og steikið lauk, chillí og pressað hvítlauksrif við vægan hita. Bætið vatni, teningum, papriku, kjúklingi og tómötunum (ásamt safanum) í pottinn og látið sjóða saman. Smakkið til með paprikukryddi, limesafa, salti og pipar.

Grófhakkið basiliku og spínat og bætið í súpuna þegar hún er borin fram.

Allt hráefni í þessa uppskrift fæst í

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

Minestrone

$
0
0

Ég keypti mér tvær uppskriftabækur í janúar, þrátt fyrir að hafa lofað mér að draga úr slíkum kaupum. Bækurnar eru eins ólíkar og þær geta orðið þar sem önnur þeirra er bara með grænmetisuppskriftum á meðan hin er bara með uppskriftum af kokteilum. Ég á eftir að prófa kókteilabókina en í vikunni sem leið eldaði ég fyrstu uppskriftina úr grænmetisbókinni, minestrone súpu. Okkur þótti súpan svo góð að þó hún verði eina uppskriftin sem ég mun elda úr bókinni þá réttlætir hún kaupin á henni. Súpuna bar ég fram með mozzarellafylltum brauðbollum sem voru svo góðar að krakkarnir eru enn að tala um þær (ég lofa að setja inn uppskriftina af þeim á morgun). Frábær máltíð sem tekur enga stund að elda.

Minestrone – uppskrift (fyrir 4-5) úr Nyfiken Grön

  • 1 laukur
  • 3 hvítlaukssrif
  • 1 gulrót
  • 250 g kokteiltómatar
  • 2 msk ólivuolía
  • 2 tsk timjan (þurrkað)
  • 1 líter vatn
  • 2-3 grænmetisteningar
  • handfylli af steinselju
  • 1 dós bakaðar baunir (400 g)
  • 2 dl pasta (ég var með spaghetti sem ég braut niður)
  • salt og pipar

Fínhakkið lauk og hvítlauk. Skerið gulrótina í sneiðar og tómatana í tvennt. Hitið olíu í stórum potti og steikið grænmetið með timjan við miðlungsháan hita í nokkrar mínútur. Hrærið reglulega í pottinum á meðan. Bætið vatni og grænmetisteningum í pottinn og látið sjóða í 15 mínútur. Bætið bökuðum baunum, pasta og steinselju í pottinn og látið sjóða þar til pastað er tilbúið. Smakkið til með salti og pipar.

 

Allt hráefni í þessa uppskrift fæst í

Blómkáls- og eplasúpa

$
0
0

Ég ætlaði að setja uppskriftina af þessari blómkálssúpu inn í gær en hreinlega steingleymdi því! Veit ekki hvernig það gat gerst. Blómkálssúpuna eldaði ég í síðustu viku og hún var bara svo æðislega góð. Þykk og matarmikil, með sætu frá eplunum sem fór svo vel með blómkálinu. Ég átti smá sýrðan rjóma (kannski 2 msk) sem ég bætti í súpuna en það er algjör óþarfi. Súpan er þykk en það er lítið mál að bæta meira vatni í til að þynna hana. Okkur þótti hins vegar svo gott að hafa súpuna þykka og dýfa heitu snittubrauði með smjöri í hana. Namm!

Blómkáls- og eplasúpa (uppskrift fyrir 4)

  • 1 gulur laukur
  • 1/2 blómkálshaus
  • 2 epli (ég var með rauð)
  • smá þurrkað timjan (1/2 – 1 tsk)
  • 2 grænmetisteningar
  • salt og pipar

Afhýðið og hakkið laukinn. Skerið blómkálið og eplin í bita. Steikið lauk, blómkál og epli í rúmgóðum potti og kryddið með timjan. Hellið vatni yfir þannig að það rétt fljóti yfir grænmetið og bætið grænmetisteningum í pottinn. Látið sjóða undir loki þar til grænmetið er orðið mjúkt (tekur 5-10 mínútur). Mixið súpuna slétta með töfrasprota. Smakkið til með salti og pipar.

Allt hráefni í þessa uppskrift fæst í

Tælensk núðlusúpa

$
0
0

Síðustu dagar og vikur hafa farið í menntaskólapælingar því strákarnir klára 10. bekk í vor. Ég held að ég geti fullyrt að ég velti þessu meira fyrir mér en þeir og bíð spennt eftir hverju einasta opna húsi í skólunum. Í gær skoðuðum við Kvennó og á fimmtudaginn opnar Versló dyrnar. Eftir þessa viku verða bræðurnir vonandi búnir að gera upp hug sinn. Ég sit á skoðunum mínum og ætla sem minnst að skipta mér að þessu.

Það hefur verið lítið fréttnæmt úr eldhúsinu upp á síðkastið þar sem ég hef notið góðs af matarboðum og þess á milli höfum við mest fengið okkur eitthvað fljótlegt á hlaupum. Það var þó eitt kvöldið um daginn sem ég eldaði tælenska núðlusúpu sem var alveg hreint æðislega góð. Við erum öll hrifin af tælenskum mat og þessi matarmikla súpa féll í kramið hjá öllum. Það var strax óskað eftir að ég myndi elda hana fljótlega aftur sem hljóta að vera góð meðmæli með súpunni.

Tælensk núðlusúpa með kjúklingi

  • 2 msk ólífuolía
  • 2 kjúklingabringur
  • 1 laukur, hakkaður
  • 2 gulrætur, skornar í sneiðar
  • 3 msk rautt karrýmauk
  • 1 msk ferskt rifið engifer
  • 4 hvítlauksrif, pressuð
  • 2 dósir kókosmjólk
  • 1 líter vatn
  • 2 kjúklingateningar
  • 2 msk sojasósa
  • 2 msk fiskisósa
  • 1 tsk mulið kaffir lime
  • 2 msk púðursykur
  • 1/2 msk basilika
  • 1 tsk salt
  • 1/2 tsk pipar
  • 1 rauð paprika
  • 2-3 dl blómkál
  • 1 lítil sæt kartafla
  • 100 g hrísgrjónanúðlur
  • 1- 1,5 tsk sriracha
  • kóriander
  • lime
  • salthnetur

Hitið 1 msk af olíu á pönnu og steikið kjúklinginn í um 2 mínútur á hvorri hlið (það þarf ekki að elda hann í gegn, heldur bara að brúna hann). Takið kjúklinginn af pönnunni og leggið til hliðar.

Hitið 1 msk af olíu í rúmgóðum potti yfir miðlungsháum hita. Setjið gulrætur og lauk í pottinn og mýkið í 3 mínútur. Bætið karrýmauki, engifer og hvítlauki í pottinn og steikið áfram í 2 mínútur. Setjið kjúklinginn í pottinn ásamt kókosmjólk, vatni, kjúklingateningum, sojasósu, fiskisosu, kaffir laufum, púðursykri, basiliku, salti og pipar. Látið suðuna koma upp og látið sjóða við vægan hita í 15 mínútur.

Takið kjúklinginn aftur úr pottinum og látið hann kólna aðeins þannig að hægt sé að skera eða rífa hann í sundur. Bætið papriku, blómkáli og sætri kartöflu í pottinn og látið sjóða í 5-8 mínútur, eða þar til grænmetið er orðið mjúkt. Bætið núðlunum í pottinn og sjóðið áfram eftir leiðbeiningum á pakka. Setjið rifinn /niðurskorinn kjúklinginn í súpuna og smakkið súpuna til með sriracha og limesafa.

Berið súpuna fram með kóriander, limesneiðum og salthnetum.

Allt hráefni í þessa uppskrift fæst í

Blómkálssúpa með camembertsmurosti og sweet chili

$
0
0

Fyrir mörgum árum kom Jakob þeirri hefð á að það væri súpa í matinn einu sinni í viku. Sú hefð hélt í fleiri ár og ég held að allir hafi verið ánægðir með það fyrirkomulag. Mér þykja súpur svo góðar og sérlega notalegur matur þegar fer að kólna úti. Með súpunum vil ég helst hafa heimabakað brauð og gott smjör (þeytt smjör er í uppáhaldi).

Ég setti á sínum tíma hingað inn uppskrift af blómkálssúpu sem ég fékk hjá vinkonu minni. Í þeirri uppskrift er meðal annars sveppasmurostur en ég prófaði um daginn að skipta honum út fyrir camembertsmurost og breytti aðeins hlutföllunum í leiðinni. Súpan varð æðisleg! Ég bar hana fram með nýbökuðu Gló-brauði og við ætluðum ekki að geta hætt að borða. Dásamleg máltíð á haustkvöldi.

Blómkálssúpa með camembertsmurosti og sweet chili (uppskrift fyrir 5)

  • 10 dl vatn
  • 2  kjúklingateningar
  • 1 dós camembertsmurostur
  • um 700 g blómkál
  • 1-2 msk sweet chili sósa
  • nokkrir dropar hunang
  • ½ – 1 tsk balsamik edik
  • salt og pipar

Hitið saman vatn og kjúklingateninga í rúmgóðum potti. Skolið blómkálið og brytjið það niður. Hrærið smurostinum saman við soðið. Bætið blómkálinu út í og sjóðið þar til það er orðið meyrt. Bætið sweet chili sósu , hunangi og balsamik ediki út í og hrærið. Smakkið til með salti og pipar.

Allt hráefni í þessa uppskrift fæst í

Tælensk núðlusúpa – Hraðréttir

$
0
0

Það varð lengri þögn hér á blogginu en stóð til en undanfarnar vikur hef ég verið að vinna í verkefni sem hefur tekið svo mikinn tíma að ég hef ekki átt lausa stund til að sinna neinu.  Ég man ekki hvenær ég eldaði kvöldmat síðast og matarinnkaupin hafa snúist um að finna eitthvað sem krakkarnir geta eldað sjálf. Nú sér þó fyrir endan á þessari vinnutörn og ég held (og vona!) að það taki því allir fagnandi hér heima.

Ég man ekki eftir að hafa sagt frá því hér á blogginu að ég eldaði nokkra Hraðrétti fyrir Matur á mbl.is í vor. Núna síðast var birt tælensk núðlusúpa sem ég gerði og bara verð að benda á. Eins og sést á myndbandinu þá er súpan bæði einföld og fljótleg en hún er líka alveg meiriháttar góð og passar vel í haustveðrinu. Ég mæli með að prófa!

Rjómalöguð kjúklingasúpa með pasta

$
0
0

Á svona vetrardögum þykir mér sérlega notalegt að vera með matarmikla súpu í matinn. Lengi vel eldaði ég súpu í hverri viku en nú var langt um liðið síðan síðast og öllum farið að langa í góða súpu. Þessa gerði ég því um helgina og krakkarnir kláruðu hana upp til agna.

Ég bar súpuna fram með snittubrauði, brúnuðu smjöri og ferskri basiliku. Það tók enga stund að koma matnum á borðið, öllu var bara húrrað í pottinn og látið sjóða saman á meðan ég lagði á borð og kveikt á kertum. Fljótlegra, einfaldara og margfalt betra en að sækja skyndibita!

Rjómalöguð kjúklingasúpa með pasta – uppskrift fyrir 4-5

  • 2 kjúklingabringur
  • olía til að steikja upp úr
  • 1 tsk karrý
  • 1 msk tómatpúrra
  • salt og pipar
  • 6 dl vatn
  • 425 g maukaðir tómatar
  • 2,5 dl rjómi
  • 1,5 dl frosið maís
  • 2 tsk kjúklingakraftur frá Oscar
  • 1/2 – 1 tsk grænmetiskraftur frá Oscar
  • 2 dl pasta
  • 1/2 tsk paprikukrydd (má sleppa)
  • 1/2 tsk sambal oelek (má sleppa)
  • fersk basilika

Skerið kjúklingabringurnar í bita og steikið í olíu í rúmgóðum potti. Bætið öllum öðrum hráefnum fyrir utan maís í pottinn og látið sjóða í 15 mínútur. Bætið maís í pottinn og látið sjóða í nokkrar mínútur til viðbótar. Berið fram með ferskri basiliku til að strá yfir súpudiskinn.

*Færslan er unnin í samstarfi við Innnes


Viewing all 35 articles
Browse latest View live